mánudagur, apríl 09, 2007

 

Drekaform


Drekaformið tengist víkingatíðinni, en þá komu drekar og/eða drekahöfuð oft fyrir í verkum manna. Formgerð þessa má með nokkurri vissu rekja til Noregs.

Í fornmunum er fundust í Oseberg í Noregi kemur fram mynstur dýramynda sem ekki eru af okkar heimi. Þetta eru drekar með haus, háls, búk eða bol og útlimi. Drekaformi þessu er fléttað saman til að fylla upp í ákveðið rými. Erfitt getur reynst að fylgja eftir hvað tengist hvaða dreka því allt fléttast saman, undir og yfir af miklum hagleik.

Frá þessum tíma koma einnig fyrir form mannslíkama en úrvinnsla þeirra forma sýnir að teiknigetan hefur verið lítil, þ.e. hlutföll líkamans eru barnsleg (naiv).

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?