mánudagur, mars 05, 2007

 

Stokkur eftir Hjálmar í Bólu


"40. SMÁSTOKKUR í eigu Jónu Ámundadóttur í Hafnarfirði, úr beyki,1. 12,3, hæð með loki 6, br. 5 sm, negldur látúnsnöglum. Lokið með einfaldri tappalæsingu. Annars vegar við tappana er á lokinu afmarkaður reitur með a n n o, smáir höfðaletursstafir, og 1 8 3 3, rist með venjulegum tölustöfum. Hinum megin við tappana er krákustigalína og tigull greyptur í hvern krók. Á hliðum og göflum er stórgert höfðaletur: j e g a / s t / ocki / m, þ.e. Ég á stokkinn m(eð réttu). Fyrsti stafurinn er sérkennilegur og ég held að hann hljóti að vera tilraun til að gera upphafs-i eð j. Ofan og neðan við letrið er röð af tiglum eins og á lokinu og er hver tigull eiginlega gerður af tveimur innskornum þríhyrningum með hafti á milli. Letrið er mjög líkt letri Hjálmars, því sem er á kistlum af Nordalsgerð og fleiri hlutum. Yfirleitt er svo margt sameiginlegt með stokknum og þeim sem taldir eru hér á undan að einsýnt virðist að eigna þá alla sama manni.
Eigandi stokksins er ættaður úr Austur-Húnavatnssýslu og þaðan er stokkurinn kominn en saga hans að öðru leyti ókunn."
(Hagleiksverk Hjálmars í Bólu eftir Kristján Eldjárn, 1975, bls. 85-86)

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?