föstudagur, október 06, 2006

 

Lind

Lind vex í flestum löndum Evrópu og er mjúkur, ljós viður með gulleitum og þéttum trefjum. Lindin er einnig þekkt undir erlendum nöfnunum Lime, Limewood, Basswood eða Bee-tree. Lind er mjög vinsæll viður til tréskurðar og gefur fínlegan skurð. Viðurinn varð mjög vinsæll um og upp úr 16. öld meðal annars vegna verka Bretans Grinlings Gibbons. Lind er viðkvæmt efni, þ.e. hún veðrast auðveldlega og jafnvel innandyra getur ljós dekkt viðinn. Hún er ekki sérstaklega góð til litunar.

Lind frá Ameríku er til í mörgum litaafbrigðum sem og trefjalögun. Rjómalituð lind sem vex í norðurhluta Ameríku hentar hvað best til tréskurðar.

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?