föstudagur, október 06, 2006

 

Fleygskurður



Fleygskurður á rætur sínar að rekja allt aftur til miðalda. Formið er reglubundið, þ.e. með endurtekningum. Formið er gjarnan teiknað með reglustiku og sirkli. Þó eru til undantekningar á þessu eins og flestu öðru. Fleygskurður er oft notaður sem skraut til uppfyllingar (dekorativ).

Fleygskurð er hægt að flokka sem alþjóðlega tréskurðaraðferð. Erlendis eru notuð eftirfarandi nöfn yfir fleygskurð: chip, karveskurd, kerbschnitzen og fl.

Myndin hér til vinstri er af laufabrauðspressu. Þvermál er um 20 sm. Hnúður er í miðjunni sem festur er með því að reka fleyg upp í miðjan hnúðinn þar sem hann kemur út um bakhlið. Pressa þessi kemur að notum þegar laufabrauð er steikt. Laufabrauðið kemur nokkuð óslétt úr steikarpottinum og er pressan notuð til að slétta það til áður en brauðið kólnar.


Comments:
Til að skilja eftir athugasemdir eða spurningar hér, þarf viðkomandi að haka við "Anonymus" sem identity, nema hann sé með blogger account. Þá er gott að setja nafnið sitt undir, því það kemur ekki sjálfkrafa.

kv Villi
 
Núna geri ég komment frá Blogger reikningi mínum. Bara svona til að þið getið séð muninn...

kv
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?